Vinnureglur
Póst- og blaðberar Póstdreifingar eru andlit fyrirtækisins út á við.
Því er nauðsynlegt að þeir sýni þjónustulipurð, kurteisi og tillitssemi við dreifinguna og kappkosti að valda sem minnstu ónæði við íbúa sem þeir bera út hjá. Þannig þurfa starfsmenn að ganga hljóðlega um við útburð og fylgja eftirfarandi vinnureglum:
- Setja skal blöð og póst í póstkassa inn um póstlúgur þannig að þær lokist. Blöð og póst má alls ekki setja ofan á póstkassa eða á gólf.
- Mikilvægt er að láta dreifingadeild Póstdreifingar vita ef það vantar einhvern hluta dreifingarefnis, hvort sem það eru fríblöð, fjölpóstur eða nafnamerktur póstur.
- Ef dreifingarefni er skemmt (t.d. rifinn eða blautur) skal honum ekki dreift. Ef þig vantar ný eintök hafðu þá strax samband við dreifingadeild Póstdreifingar.
- Ef póstkassi er fullur og greinilegt er að enginn hefur tæmt hann lengi skal honum sleppt nema þegar um nafnamerktan póst er að ræða. Nafnamerktum pósti skal ávallt dreift á viðkomandi nafn og heimilisfang.
- Ef eigandi hefur merkt póstkassa þannig að hann vilji ekki fjölpóst skal honum sleppt ef um fjölpóst er að ræða. Blöð eins og t.d. Fréttablaðið, Mannlíf, Morgunblaðið í aldreifingu, N4 dagskráin og Vikudagskráin flokkast hins vegar ekki sem fjölpóstur heldur eru þau flokkuð sem fríblað. Sama regla gildir um póstkassa sem merktir eru sérstaklega að viðkomandi vilji ekki Fréttablaðið eða önnur fríblöð.
- Ef afgangur verður á dreifingarefni ber að tilkynna það til Póstdreifingar. Nafnamerktum apósti má aldrei farga, slíkt varðar við lög og veldur brottreksti án frekari viðvörunar.
- Plasti er vafið utan um blaðapakka og annað dreifingarefni til að verja það fyrir bleytu og hnjaski. Póstdreifing biður póst- og blaðbera að hafa umhverfi sitt í huga þegar plastið er fjarlægt og fleygja því strax í ruslið.