Gæðavottun

Gæðastefna Póstdreifingar
Póstdreifing ehf. stefnir að því að veita viðskiptavinum sínum hagkvæmar lausnir og góða þjónustu með því að bæta stöðugt aðlögunarhæfni sína. Til þess leggur Póstdreifing áherslu á að:

  • Þekkja og uppfylla þarfir viðskiptamanna og markaðarins.
  • Veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf.
  • Bjóða hagkvæma og góða þjónustu og standa við gefin þjónustuloforð.
  • Stafsfólk sé á hverjum tíma meðvitað um væntingar viðskiptavina um gæði og starfi í samræmi við þær.
  • Auka starfsánægju og liðsanda.
  • Þjónusta við viðskiptavini og aðra sem fyritækið á í samskiptum við sé á þann hátt að það tryggi góðan orðstýr fyrirsækisins.
  • Kvartanir og ábendingar séu skráðar og unnið að stöðugum eindurbótum.
  • Að meðferð á eigum viðskiptavina séu samræmi við kröfur.
  • Tryggja að auðlindir séu tiltækar fyrir gæðaumsjónakerfið.
  • Uppfylla opinberar kröfur og kröfur ISO 9001 (ÍST EN ISO 9001)

Gæðamarkmið
Gæðaráð hefur sett gæðamarkmið, sem eru mælanleg og í samræmi við gæðastefnu fyrirtækisins. Gæðamarkmiðin eru, eftir því sem við á, sett fram í markmiðsyfirliti fyrirtækisins og í einstökum verkefnum svo sem fjárhagsætlun og frávikagreiningu á mánaðarlegum og árlegum uppgjörum. Að tryggja ánægju viðskiptavina, birgja, starfsmanna, samfélagsins og eigenda. Gæðaráð vaktar árangur miðað við sett markmið. Gæðaráð miðlar upplýsingum um árangur. Gæðaráð leggur áherslu á að starfsmenn þekki þarfir og væntingar viðskiptavina og þær áhættur sem eru til staðar ef þjónusta raskast. Greining og mat

Gæðakerfi Póstdreifingar er vottað samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum.
En vottunin staðfestir að gæðakerfi fyrirtækisins uppfyllir kröfur staðalsins.

Tilgangurinn með að hafa virkt gæðastjórnunarkerfi er að tryggja að þjónusta Póstdreifingar sé í samræmi við viðskiptaskilmála, það rammar inn starfsemina og eflir stjórnun og rekstur. Þá eru allir verkferlar skýrir og allir starfsmenn Póstdreifing hafa aðgang að gæðabók fyrirtækisins. Þá er áhersla lögð á mikilvægi þess að vakta og greina reksturinn til að skila samfelldum umbótum.

„Hver starfsmaður skal vera metinn og virtur á eigin forsendum og mismunun verður ekki liðin“