Viðskiptaskilmálar Póstdreifingar
Dreifingarþættir
1.1. Dagblöð, blöð og tímarit og áritaður bréfapóstur
Bréfasendingar geta bæði verið áritaðar með nafni viðtakanda eða óáritaðar, þ.e. fríblöð og fjölpóstur.
1.1.1. Skilgreining dagblaða, blaða og tímarita og áritaðs bréfapósts
Dagblöð, blöð og tímarit hvort sem þau eru árituð með nafni viðtakanda eða óárituð eru skilgreind sem ritstýrt efni, þar sem fram kemur titill, númer tölublaðs, árgangur blaðsins og ábyrgðarmaður dreifingarefnis. Þá skulu sendingarnar vera allar eins í lögun, hámarksstærð er 280*420*25 mm og ekki þyngri en 1000 g.
Póstdreifing áskilur sér rétt til að hafna dreifingu á blöðum, tímaritum og markpósti ef innihald þess særir blygðunarkennd eða er á einhvern hátt siðlaust.
1.1.2. Áritaðar bréfasendingar: Dagblöð, blöð og tímarit og árituð bréf
Dagblöð, blöð og tímarit og bréf eru áritaðar bréfasendingar sem eru merktar með nafni viðtakanda, heimilisfangi, póstnúmeri og stað. Viðtakandi bréfasendingar getur verið einstaklingur, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða aðrir lögaðilar. Sendingarnar þurfa allar að vera eins að stærð og lögun, hámarksstærð er 280*420*25 mm.
1.1.2.1. Afhending og dreifingarsvæði
Dreifingarsvæði Póstdreifingar er höfuðborgasvæði og Akureyri (pnr: 101-113, 170, 200-221, 225, 270, 600 og 603) auk helstu þéttbýlisstaða á landsbyggðinni.
Dreifing til heimila fer fram sex daga vikunnar, mánudag til laugardags, og er að jafnaði lokið fyrir klukkan sjö á morgnana.
Póstdreifing áskilur sér rétt til lengri dreifingartíma ef nauðsyn krefur sökum utanaðkomandi þátta sem ekki er hægt að hafa áhrif á, eins og „force majeure“, seinkun í prentsmiðju, veikindi blaðbera o.s.frv.
Önnur dreifisvæði en talin er upp hér að ofan fara í gegnum þriðja aðila, gilda þá viðskiptaskilmálar viðkomandi aðila.
1.1.2.2. Verð og bókun dreifinga
Verð og afsláttarkjör taka mið af tíðni, magni og þyngd.
Bóka þarf dreifingu hjá sölu- eða þjónustufulltrúum Póstdreifingar í síma 585 8300 eða með tölvupósti á netfangið sala@postdreifing.is. Ekki er hægt að ábyrgjast að sendandi fái umbeðinn dreifingardag.
1.1.2.3. Skil á efni til dreifingar
Skila þarf efni til dreifingar til póstmiðstöðvar Póstdreifingar a.m.k. 2-3 virkum dögum fyrir áætlaðan dreifingardag, nema um annað sé samið.
Ekki er hægt að ábyrgjast umsaminn dreifingardag ef töf er á afhendingu.
1.1.2.4. Hverfisnúmer á áriðaðar bréfasendingar
Til viðbótar við nafn, heimilisfang, póstnúmer og stað þarf að árita sérstök hverfisnúmer á allan áritaðan póst. Póstdreifing veitir sendendum upplýsingar um hverfisnúmer áður en áritun á fer fram.
Senda skal Póstdreifingu lista yfir viðtakendur á rafrænu formi (excel) áður en áritun fer fram. Aðgreina skal í sérstökum dálkum viðtakanda, götuheiti, húsnúmer, póstnúmer og stað. Póstdreifing bætir hverfisnúmerum við listann og afhendir sendanda aftur á tölvutæku formi til áritunar, í þeirri röð sem bréfasendingarnar skulu berast til póstmiðstöðvar.
Ekki er hægt að dreifa árituðum bréfasendingum ef hverfisnúmer vantar.
1.1.2.5. Endursendingar
Ef ekki tekst að koma árituðum bréfasendingum til skila, t.d. ef viðtakandi er fluttur eða er með ómerkta póstlúgu, er sending endursend til sendanda.
1.1.2.6. Þyngdarflokkar
0-50 g
51-250 g
251-1000 g
1.2. Fjölpóstur
Fjölpóstur er óáritað auglýsinga- og kynningarefni sem er eins að efnistökum, lögun og þyngd.
1.2.1. Skilgreining fjölpósts
Fjölpóstur getur verið margskonar óáritað (ekki áritað með nafni viðtakanda) auglýsinga- og kynningarefni sem er dreift til heimila. Nafn fyrirtækis eða ábyrgðarmanns þarf að koma fram á fjölpóstinum.
Fjölpóstur er póstlagður allur á sama tíma eða eftir samkomulagi hverju sinni. Hægt er að dreifa fjölpósti til heimila á höfuðborgasvæðinu (pnr: 101-113, 170, 200-221, 225, 270).
Póstdreifing áskilur sér rétt til að hafna dreifingu á fjölpósti ef innihald hans særir blygðunarkennd eða er á einhvern hátt siðlaust.
1.2.2. Afhending og dreifingarsvæði
Fjölpósti er að jafnaði dreift til heimila á tímabilinu kl. 21.00 – 7.00.
Póstdreifing áskilur sér rétt til lengri dreifingartíma ef nauðsyn krefur sökum utanaðkomandi þátta sem ekki er hægt að hafa áhrif á, eins og „force majeure“, seinkun í prentsmiðju, veikindi blaðbera o.s.frv.
Fjölpósti er dreift á fimmtudögum á höfuðborgarsvæðinu (pnr. 101-113, 170, 200-221, 225, 270).
1.2.3. Verð og bókun dreifinga
Bóka þarf dreifingu á fjölpósti hjá sölu- eða þjónustufulltrúum Póstdreifingar. Ekki er hægt að ábyrgjast að sendandi fái umbeðinn dreifingardag.
Semja þarf um afslátt áður en dreifing fer fram, afsláttarkjör taka mið af tíðni, magni, þyngd og dreifingardegi fjölpóstsins.
1.2.4. Skil á efni til dreifingar
Fjölpóst skal afhenda í póstmiðstöð 2-3 dögum fyrir dreifingardag.
Ef efni berst seint er innheimt gjald í samræmi við útlögðan kostnaði við yfirvinnu.
Ekki er hægt að ábyrgjast umsaminn dreifingardag ef töf er á afhendingu.
1.2.5. Þyngdarflokkar
0-25 g
26-50 g
51-75 g
76-100 g
101-150 g
151-200 g
201-250 g
2. Plastpökkun og áritun
Póstdreifing tekur að sér plastpökkun og áritun póstsendinga. Áritun er laserprentuð á plastið.
2.1. Stærðarmörk
Minnsti prentgripur sem hægt er að plasta er um 16 cm á lengd og 18 cm á breidd.
Lágmarksþykkt er breytileg, en fer eftir stífleika prentgrips.
Stærsti prentgripur sem hægt er að plasta er um 21 cm á lengd og 29,7 cm á greidd
Hámarksþykkt á prentgrip er c.a. 2,5 cm.
2.2 Aukaefni sett með
Ábyrgðarmaður prentgrips getur óskað eftir því að settur sé aukamiði/aukaprentgripur með í plöstunina.
2.3. Þykkt á plasti
Plast sem er notað við plastpökkun póstsendinga er á bilinu 0,017 til 0,030 mmm.
2.4. Afhendingartími
Afhending eru háð fjölda eintaka og verkefnastöðu hvers tíma, sölu- og þjónustufulltrúar geta gefið upp áætlaðan afhendingartíma fyrir hvert verkefni.
2.5. Bókun verkefna
Bóka þarf fyrirfram plastpökkun og/eða áritun póstsendinga hjá sölu- eða þjónustufulltrúum Póstdreifingar.
2.6. Afhending á plöstunarverkefnum
Afhenda skal póstsendingar til plastpökkunar og áritunar í póstmiðstöð Póstdreifingar, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
3. Annað
3.1. Afþakkað dreifingarefni
Heimili geta afþakkað fjölpóst og fríblöð hjá dreifingardeild Póstdreifingar, viðkomandi fær sendan límmiða með merkingunni: „Afþakka fjölpóst”, „Afþakka fríblöð“og „Afþakka fríblöð og fjölpóst“. Ekki er bornar út póstsendingar til aðila sem með skýrum hætti afþakkar móttöku þeirra.
3.2. Gæðastefna Póstdreifingar:
Póstdreifing leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum hagkvæma og góða póstþjónustu, til að ná þeim markmiðum er m.a. horft til eftirfarandi þátta:
- Þekkja og uppfylla þarfir viðskiptamanna og markaðarins
- Veita viðskiptavinum faglega ráðgjöf
- Bjóða hagkvæma og góða þjónustu
- Standa við gefin þjónustuloforð
- Starfsfólk sé á hverjum tíma meðvitað um væntingar viðskiptavina um gæði og starfi í samræmi við þær
- Þjónusta við viðskiptavini og aðra sem fyritækið á í samskiptum við sé á þann hátt að það tryggi góðan orðstýr fyrirtækisins
- Kvartanir og ábendingar séu skráðar og unnið að stöðugum endurbótum
- Að meðferð á eigum viðskiptavina séu í samræmi við kröfur
- Tryggja að auðlindir séu tiltækar fyrir gæðaumsjónakerfið
- Uppfylla opinberar kröfur og kröfur ISO 9001 (ÍST EN ISO 9001)
3.3. ISO vottuð starfsemi
Starfsemi Póstdreifingar er gæðavottuð samkvæmt ISO 9001 staðlinum, vottunin staðfestir að gæðakerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur staðalsins. Vottun á gæðastjórnunarkerfinu nær til allra helstu þjónustuþátta.
Tilgangurinn með að hafa virkt gæðastjórnunarkerfi er að tryggja að þjónusta Póstdreifingar sé í samræmi við viðskiptaskilmála, það rammar inn starfsemina og eflir stjórnun og rekstur. Þá eru allir verkferlar skýrir og allir starfsmenn Póstdreifing hafa aðgang að gæðahandbók fyrirtækisins. Þá er áhersla lögð á mikilvægi þess að vakta og greina reksturinn til að skila samfelldum umbótum.