Um okkur
Póstdreifing býður upp á víðtæka dreifingarþjónustu á öllu prentefni
Póstdreifing sérhæfir sig í dreifingu á prentuðu efni, hvort sem um er að ræða árituð umslög, áskriftarblað, tímarit eða auglýsingapóst. Við vitum að áreiðanleg þjónusta skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að ná til viðtakenda á réttum tíma – því bjóðum við uppá trausta og hagkvæma dreifingu.
Við dreifum sex daga vikunnar, allt árið um kring.
Dreifingarsvæðið Póstdreifingar er höfuðborgarsvæðið og allir helstu þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni. Dreifing fjölpósts nær til heimila á höfuðborgarsvæðinu.
Með Póstdreifingu færðu skilvirka og trausta lausn fyrir alla þína póstdreifingu – hvort sem þú vilt ná til einstakra viðtakendur eða til ákveðinna svæða.